Lífkenni upplýsingar (e. biometrics)

Hátækni augnfylgni (e. eye tracking)!


Okkar markmið er að líkja eftir einkaþjálfun hjá topp skákþjálfara. Það þýðir að við urfum að geta aðlagað þjálfunina að hverjum og einum notanda. Til að ná þessu markmiði nýtum við nýjustu tækni á borð við augnfylgni auk þess sem við bjóðum uppá nýjar aðferðir fyrir alhliða þjálfun.


Okkar markmið er að þjálfunarforritið okkar hafi mannlega eiginleika, geti greint hugarástand og að hluta hugsanaferli með það að markmiði að veita þjálfun sem gagnast mest á hverjum tíma og nýta tíma notenda sem best.


Augnfylgni, gefur okkur færi á að mæla hvar notandinn horfir á skjáinn (e. gaze) og einnig stærð sjáaldurs. Forritið okkar virkar með Tobii eye trackerum t.d. Tobii 4C.


Greining svipbrigða með vefmyndavél gerir okkur kleyft að skilja betur hvernig notandanum líður og laga þjálfunina að dagsformi notenda. Við vinnum með alþjóðlegu teymi háskólaprófessora að því að bæta augnfylgni þjálfunina.

Okkar markmið er að hjálpa notendum við að ná besta mögulegu hugarástandi fyrir árangursríka þjálfun sem löguð er að hverjum og einum.


Gerðu besta mögulega útgáfan af sjálfum þér með einstaklingsbundinni þjálfun!