Gæði skákþjálfunar

Æfðu með hugbúnaði sem er hannaður með það fyrir augum að líkja eftir einkakennslu topp skákþjálfara

Héðinn er annar tveggja FIDE Senior Trainers á Íslandi, sem er hæsta mögulega skákþjálfaragráðan. Einnig lauk hann þýskri A þjálfara gráðu.


Hann hefur alþjóðlega reynslu af skákkennslu, hefur um langt árabil kennt fremstu börnum og unglingum landsins, en einnig starfað sem skákþjálfari í Þýskalandi og í New York í Bandaríkjunum þar sem hann hefur kennt börnum og fullorðnum í skákklúbbum, einkatímum og sem hluti af skólastarfi.


Mynsturþjálfunaraðferðin sem boðið er uppá er afrakstur þróunarvinnu, sem Héðinn kynnti fyrst til sögunnar í bæði þýsku A þjálfara ritgerðinni og einnig ritgerð sem var hluti af FIDE Trainer gráðunni. Markmið aðferðarinnar er að kenna skák á árangursríkan hátt, en skv. fræðunum er talið að aukin þekking á skákmynstrum haldist í hendur við aukna færni í skák.


Skák með vinum í New York:

https://fivethirtyeight.com/features/one-last-dispatch-from-the-land-of-chess-kings-and-billionaires/